Föstudagur 17. maí 2002
BSOD
Tölvan okkar heima er í eitthvað slæmum málum. Ég er núna búin að sitja við og uppfæra myndadagbókina (loksins, loksins!) – og á meðan hrundi Win XP vélin okkar sex eða sjö sinnum, alltaf með sinn fallega BSOD (Blue Screen of Death). En uppfærslan meikaði það á netið og ég er farin að sofa. Finnur getur fengið að leika sér við vélina þegar hann kemur til baka. Mitt gisk er að wireless, optical músin eða DSL módemið sé í uppreisn…
Geeiiisp!
Netið
Æj, já. Tölvan neitaði aftur að nettengjast þegar ég kom heim í dag svo ég hringdi í Tech Support og hann fékk mig til að rífa DSL routerinn úr sambandi og tengjast beint í gegnum DSL módemið. So far so good – það virkar svo sem en ég held að Finnur sé hér kominn með verkefni númer amk tvö á listanum… 🙂