Laugardagur 18. maí 2002
San Fran
Fyrst af öllu, Helga stjúpsystir er (gúlp) 23 ára í dag! Mikið líður tíminn hratt!
Annars vakti Úlfar, yfirmaður Finns, okkur í morgun og bauð okkur í “pikknikk” með útskriftarnemum í tölvunarfræði í HÍ í Golden Gate Park í San Francisco. Við vorum komin þangað fljótlega eftir hádegi og röbbuðum við liðið. Síðan fórum við með Úlfari og Snorra á “Johnny Rockets” sem er svona 60s diner og átum yfir okkur…
Eftir að hafa keyrt Úlfar og Snorra heim til Úlfars, fórum við Finnur í túristagír og keyrðum um San Fran, kíktum upp í Coit Tower og svo á homma/lesbíu-hverfið Castro. Vonandi komast myndirnar á vefinn í þessari viku.
Dagurinn endaði svo á því að við fórum á Vesalingana (Les Miserables) ásamt hóp af fólki, fengum ódýrustu sætin (uppi í rjáfri að venju) en þetta var samt rosa flott. Eini gallinn var sá að við vorum svo langt í burtu að við heyrðum ekki alveg orðaskil í leikritinu (allt sungið) og við voruð því svoldið “lost”. En þetta var rosalega vel gert og flott sýning. 🙂