Miðvikudagur 29. maí 2002
Kominn titringur í liðið
Það eru tæpar 2 vikur eftir af misserinu sem þýðir að sjálfsögðu að það er allt of mikið að gera hjá öllum! Staðan hjá mér er svona: 2x heimadæmi/lokaverkefni í radarkúrsinum, 2x forritunarverkefni í tónlistarkúrsinum, 1x venjuleg dæmi í tónlistarkúrsinum, kenna einn tíma um loftsteina fyrir Prófessor Fraser-Smith á mánudaginn því hann verður í burtu og halda einn “review” tíma á miðvikudaginn fyrir lokaprófið í þeim kúrsi sem er á föstudaginn í næstu viku. Þess fyrir utan hef ég ekki náð að klára að endurskrifa skýrsluna mína frá síðasta misseri sem er búið að bögga mig nokkuð… Og já, ekki má gleyma lokaprófi í tónlistardótinu mánudaginn 10. júní… en þá er ég líka búin! 🙂
Satt best að segja þá lítur þetta ekkert svo ógurlega út… en margt af þessu er tímafrekt og einhverra hluta vegna þá hafa dagarnir bara hlaupið frá mér! Wúúshj!