Fimmtudagur 4. apríl 2002
Nærri dauða en lífi…
Oh boy! Fór í minn fyrsta sundtíma hjá Stanford – svokallaðan “swimming conditioning” – og synti meira skriðsund en ég hef nokkurn tímann gert áður á ævinni! Venjulega hef ég rétt svo meikað 100 metra skriðsund í Laugardalslauginni – en í morgun þá var upphitunin 200 metra skriðsund! Síðan fylgdu 300 m af skriðsundi og bakskriðsundi (50/50) og í lokin 200 m bara skriðsundsfótatök (ég held að ég hafi ofreynt eitthvað) og 100 m frjálst sem ég eyddi í rólegu bringusundi! En púff!!! Ég var algjörlega búin!
Síðan fór ég í Packard og þá var að sjálfsögðu kominn “admitted applicants day” þannig að ég hjálpaði við að skreyta hádegisverðarborðin. Að sjálfsögðu var veðrið algjör skítur (alveg eins og í fyrra, þá rigndi líka!) og alveg skítkalt. Síðan talaði ég við slatta af nemendum og sýndi plaggatið (reyndar ekki mörgum, það var á fáförnum gangi… en það var allt í lagi – það er amk til!)
Núna erum við að fara á LOTR til að sjá nýja endinn. Hehe… 🙂