Laugardagur 6. apríl 2002
Kennslunámskeið
Í dag mætti ég í Packard klukkan 10 um morguninn til að fara á “teaching assistant (TA) workshop”. Þetta byrjaði allt með smá morgunverði áður en við vorum fengin til að nefna “góða eiginleika hvers aðstoðarkennslumanns/konu” í smá tíma. Svona hluti eins og þolinmæði og stundvísi og þannig. Síðan var okkur skipt í fjögurra manna hópa og gefinn listi af “uppákomum” sem við áttum að ræða og leysa úr. Sem dæmi má nefna það ef maður væri TA og semdi dæmi fyrir miðsvetrarpróf sem ekki væri notað. Síðan héldi maður upprifjun fyrir lokaprófið og notaði dæmið sitt í þeim tíma, en síðan þegar kæmi að því að gefa einkunn fyrir prófið kæmi í ljós að kennarinn hafði notað dæmið manns á lokaprófinu…
Restin af deginu fór í að ég hringdi í familíuna og gerði smá heimadæmi áður en ég fór heim og horfði á Trading spaces um kvöldið með Finni.