Mánudagur 8. apríl 2002
Skrifræðið fær einn á hann
Í dag afgreiddi ég liði 3 til og með 8 frá föstudagsupptalningunni! 🙂 Og það sem meira var þá minnti Deirdre mig á númer 10 og ég reddaði því líka! 🙂 Núna eru bara eftir skattarnir og svo Fulbright eyðublaðið. Jeij! Kannski að maður fari að gera heimadæmin sín einhvern tímann á næstunni núna… hehe
Svo var líka fyrsti jóga-tími annarinnar í dag. Ég eiginlega svindlaði mér inn í bekkinn, ég á sko ekkert að vera þar því eftirnafnið mitt byrjar á G sem er ekki í fyrsta forgangshóp. Það sem gerðist var að þegar “sign-up” dagurinn var, þá var kennarinn (sami og ég var hjá á síðustu önn) fimm mínútum of sein og hún var öll stressuð og svona. Það fyrsta sem hún gerði var að biðja fólk um að setja nafnskírteinin sín í rétta forgangskörfu og á meðan allir voru að setja skírteinin í körfuna gekk ég að henni og spurði hvort ég mætti vera “assistantinn” hennar. Hún sagði já, og ég tók til við það eina sem “assistantinn” þarf að gera alla önnina, en það er að telja skírteinin í fyrstu forgangskörfu og síðan velja skírteini af handahófi úr hinum körfunum. Þegar nægilega mörg skírteini hafa verið valin skrifar “assistantinn” (þ.e. ég) niður nöfnin á blað svo kennarinn hafi lista yfir nemendur. Þar með lýkur “assistantinn” störfum fyrir önnina, og að launum fær hann að vera í bekknum… 🙂
Það er ekki að ég sé svona sniðug að fatta upp á því að biðja um assistant starfið – ég horfði upp á stelpu gera þetta í fyrra – og varð ekkert smá fúl þegar stelpuskjátan komst upp með þetta, sérstaklega því kennarinn var þegar kominn með “assistant”! Annars er þetta “assistant” starf yfirleitt mannað af einhverjum vini kennarans sem þannig tryggir vininum vist í bekknum… C’est la vie býst ég við!