Þriðjudagur 9. apríl 2002
Blúbb blúbb
Fór í sundtíma númer tvö, synti í heildina 800 metra (350 skrið, 150 bakskrið, 100 bringa, 100 fætur með bretti, 100 bakfætur) og held bara að þetta hafi allt gengið betur en síðast. Hásinin var amk til friðs og ég var ekki alveg fullkomlega dauð eftir sundið. Mér sýnist að ég sé ekki alveg versta sundmanneskjan, en alveg örugglega í neðri kantinum. Það kemur samt allt í ljós í næstu viku þegar það verður “tímataka” til að raða okkur betur í brautir fyrir restina af önninni.
Svo skilaði ég inn fyrstu heimadæmum annarinnar – og lærði hvað “reverberation” þýðir í tónlistarkúrsinum mínum (Signal Processing in Musical Acoustics). Ef maður klappar fast saman höndunum í stóru herbergi þá heyrir maður hvernig hljóðið lifir áfram en dofnar samt hratt (veldisvísislega eins og allt annað í þessum heimi!). Þetta “dofn” er kallað “reverberation” eða “reverb” til styttingar.