Sunnudagur 14. apríl 2002
Greenborder fagnar “milestone”
Við fórum með fyrirtækinu hans Finns (Green Border) á siglingu um flóann í dag í algjörri ofurblíðu! Ég var uppi á dekki næstum allan tímann (kapteininn hrósaði mér meiri að segja þegar við vorum að fara frá borði fyrir að standa úti næstum allan tímann – líka þegar það var þokkalegt rok) og er þar af leiðandi alveg vel steikt í framan. Ég er ekki frá því að ég sé brennd innan á vörunum!!!
Við sigldum frá bryggju númer 40 í SF sem leið lá til Alkatraz, kringum Angel eyju, undir Golden Gate brúna, meðfram San Fransisco aftur í átt að bryggju 40, kíktum þar á Pac Bell Park áður en við sigldum til Treasure Island og síðan í land. Allt í allt var túrinn um 4 tímar! 🙂
Nú er bara að setja þessar 70 myndir sem ég tók á vefinn!! hehe 🙂