Þriðjudagur 16. apríl 2002
Fjáraustur
Uhh.. var ég eitthvað að minnast á að við fengjum endurgreitt frá skattinum?… Well, sú endurgreiðsla er næstum öll komin undir græna torfu því ég var að kaupa flugmiða í dag til London í sumar. Síðan er meiningin að kaupa miða til Íslands frá London um leið og Flugleiðavefurinn í Englandi rankar við sér aftur. Í besta lagi kemur ferðalagið til með að kosta 120 þús krónur á mann, en í versta lagi kemur það til með að kosta amk 140 þús krónur á mann.
Að sjálfsögðu erum við að ferðast á besta tíma eins og fífl, komum til London 27. júní en förum aftur til baka 15. júlí. Einhvers staðar þarna á milli verðum við á Íslandi – líklega í tvær vikur eða svo – því við þurfum að endurnýja landvistarleyfið okkar í USA.
Nú er bara að vona að veðrið verði sæmilegt! hehe…