Miðvikudagur 20. mars 2002
Komin til Englands
Fyrst af öllu: Til hamingju með afmælið amma! 🙂
Í öðru lagi: Er komin til Englands eftir stórslysaferð. Byrjaði á því að klúðra algjörlega því hvernig ég ætti að komast á flugvöllinn, æddi inn í vinnuna til Finns og endaði á því að fá einn vinnufélaga hans til að skutla mér á lestarstöðina, en klúðraði leiðbeiningunum og gleymdi töskunni í bílnum okkar þannig að ég missti af lestinni. Mætti samt tveimur tímum fyrir brottför á flugvöllinn – en þegar ég komst loksins að check-in borðinu, eftir bið í biðröð dauðans, fékk ég að vita það að það væri ofbókað í vélina og að sætið mitt væri farið. Ég fékk því að bíða þar til það var búið að tsjékka ALLA aðra inn og þá var mér reddað sæti – ásamt um 5 öðrum sem voru í svipuðum sporum… Flugið sjálft var allt í lagi, ég horfði á In the Bedroom og The Royal Tenenbaums áður en ég gerði jógaæfingar aftast í vélinni og fór síðan að sofa. Svaf í um 3 tíma (jibbíí!) og lenti heil en þreytt á höldnu í London. Það beið pabbi eftir mér og við fórum heim til Gillingham.