Föstudagur 29. mars 2002
Business vs. pleasure
Á fimmtudaginn í næstu viku er svona “admitted applicants day”, þar sem allra þjóða kvikindi koma hingað til Stanford til að kíkja á skólann og reyna að átta sig á hvort þau vilja koma hingað og læra (don’t do it!! NOOOO!!!). Í tilefni af því bað hann Linscott (sá sem borgar mér peninga fyrir að “rannsaka” hluti) um að klambra saman “poster” (plaggati á góðri íslensku) til að sýna tilvonandi nemendum hvað ég væri að gera. Jújú, sagði ég, vitandi það að ég væri að fara til Evrópu og hefði því eitthvað takmarkaðan tíma til að vinna að þessu blessaða plaggati.
Þannig að núna er ég hérna á skrifstofunni og á að vera að gera þetta plaggat. Nema hvað að ég er búin að eyða deginum í að brenna alla tónlistargeisladiskana mína á aðra geisladiska á mp3 formi (rúmlega 80 diskar komast á 8 geisladiska!) og á meðan hefur tölvan verið svo gott sem óstarfhæf. Sem sagt, þetta plaggat er ennþá bara svona til í þykjustunni. Til að bæta gráu ofan á svart þá erum við Finnur að fljúga til Los Angeles eftir nokkra klukkutíma og verðum þar fram á mánudagskvöld. Sem þýðir að það þarf kraftaverk til að ég nái að gera þetta blessaða plaggat á þriðjudaginn og miðvikudaginn – og þó svo að það náist einhvern veginn að gera það, þá þarf ég að komast að í prentaranum til að prenta skepnuna út!
ARRGH!
Svo byrjar skólinn aftur á þriðjudaginn 2. apríl. Great.