Miðvikudagur 20. febrúar 2002
Gleði, gleði!
Ég varð ekkert smá glöð í dag þegar mér tókst að gera höfuðstöðu (upp við vegginn reyndar) alveg sjálf án hjálpar í jógatímanum í dag. Annað (og miklu meira) gleðiefni var að ég keypti mér miða til Englands í “vorfríinu” til að hitta pabba og Anthony litla bróðir. Líklega kíki ég líka til Belgíu að heilsa upp á Huldu móðursystir og fjölskyldu sem er tiltölulega nýflutt þangað. Ég flýg sem sagt austur þriðjudaginn 19. mars og kem til baka miðvikudaginn 27. mars og til allrar lukku þá eru þetta bein flug.
Það eina sem skyggir á er að Finnur kemst ekki með, hann þarf að vera hérna og vinna því sumarfrí Bandaríkjamanna eru bara 2 vikur eða svo og við ætlum heim í sumar. En það koma tímar koma ráð og við ættum að lifa af vikuaðskilnað!
Þess má líka geta að ég var í skólanum til 2 í nótt að reyna að klára tvo heimadæmaskammta sem ég hafði hummað fram af mér þar til nú og ég þarf að skila þeim á morgun, fimmtudag.