Laugardagur 5. janúar 2002
Laugardagur til lærdóms
Eða það var sko planið… Eitthvað gekk þetta nú hægt hjá mér – komst yfir einn og hálfan kafla í 11 kafla bók … og það er sko stefnan að vera búin með hana á morgun… yeah right! En sem sagt… eftir eina og eitthvað viku þá byrjar kvölin margfræga. Ég er búin að lesa jafnt og ekki neitt, þannig að ég hef bara þessa viku og svo einhverjar slitrur af næstu viku til að undirbúa mig. Kvölin verður einn dagur í vikunni frá 14. til 18. janúar, þar sem ég verð yfirheyrð af 10 prófessorum í 10 mínútur á skrifstofunni hjá hverjum. Markmiðið er að vera yfir meðaltali af nemendunum sem taka þetta (um 200 manns).
En um kvöldið fór þetta allt í kæruleysi, við fórum til Elsu og Þráins og hittum þar fyrir Guðrúnu og Co., borðuðum eðal indverskan mat og horfðum á áramótaskaupið íslenska áður en við fórum heim, því ég er ennþá á íslenskum tíma og vil helst fara að sofa klukkan 8 á kvöldin.