2002-01-09Uncategorized Standard
Þriðjudagur 8. janúar 2002
Fall er fararheill…
… ekki satt?! 🙂 Ég vona það amk því í morgun var fyrsti skóladagurinn – og ég átti að mæta í tíma klukkan 09:00. Sem ég hefði gert ef lestin hefði ekki verið heilum 30 mínútum of sein!! Sem er mjög óvenjulegt, því venjulega er hún svo mikið á réttum tíma að ég hef oftar en einu sinni næstum misst af henni! En sem sagt, ég var 30 mínútur of sein í fyrsta tíma misserisins… sem var fúlt.
Reyndi svo að læra eitthvað í dag – var að reyna að lesa mér til um rafsegulbylgjur… en endaði á því að skipuleggja möppu með öllum proffunum mínum. Sem sagt lítið um lærdóm, en ég lofa öllu fögru fyrir morgundaginn… ahemmm…