Mánudagur 21. janúar 2002
Sagan mikla
Jæja, þá get ég loksins um frjálst höfuð strokið á ný… og nei, ég er ekki að tala um kvölina. Fyrir rúmlega viku síðan tók ég Hringadróttinssögu úr hillunni sinni og byrjaði að lesa bók númer tvö (enda lítið vit í að lesa fyrstu bókina þegar maður er ný búinn að sjá myndina… eða hvað?!). Ekki las ég mikið í síðustu viku, en á laugardaginn tók ég aftur upp þráðinn, og klukkan eitt eftir hádegi á mánudegi (eftir nokkuð stanslausan lestur) er ég loksins búin með söguna, þ.e. bók tvö og bók þrjú. Reyndar er þetta í amk þriðja eða fjórða skiptið sem ég les Hringadróttinssögu – en samt var ég búin að gleyma einhverjum köflum og atburðarrásinni sums staðar. Sussubía! Og nú þegar sagan er búin er ég hálfdöpur því sagan er of stutt!
En nú tekur raunveruleikinn við, kvalalok verða tilkynnt á morgun, og sökum Hringsins eina er ég komin langt á eftir í heimadæmareikningi. Best að snúa sér að því núna og vona að næstu tvö ár líði fljótt svo ég fái að sjá myndirnar sem fyrst.