2002-01-27Uncategorized Standard
Laugardagur 26. janúar 2002
R&R;
Ég held að “R&R;” standi fyrir “rest and relaxation” – amk var það þema laugardagsins! Við skriðum fram úr þegar langt var liðið á daginn og ég eyddi deginum í algjöru kæruleysi með að horfa á hrúgu af “Trading spaces” þáttum. Þar hafa nágrannar/vinir 48 klst til að endur-innrétta eitt herbergi í húsi nágranna síns með hjálp “hönnuðar” og það má bara kosta 100þús krónur. Þetta er einhver mest ávandabindandi þáttur sem ég hef séð! Og þegar vel tekst til þá tárast maður af gleði fyrir hönd þess sem á núna nýtt herbergi. Og þegar illa tekst til þá tárast maður líka… Hef ég verið of lengi í Ameríku eða hvað?!!?