Þriðjudagur 29. janúar 2002
Stappa
Þriðjudagar og fimmtudagar eru ein tímastappa hjá mér þetta “quarter”ið. Ég er svo gott sem í tímum frá 8:30 til 15:30 sem er heldur mikið. En á móti kemur að ég er ekki í neinum tímum á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum – sem er algjör sæla!! 🙂 Á morgun þarf ég reglulega að taka mig taki og ullast til að gera síðari heimadæmi vikunnar… ég rétt náði að byrja á þeim í dag áður en ég fór heim og festist yfir sjónvarpinu! Vonda vonda sjónvarp!
Annars var hápunktur dagsins sá að ég prófaði í fyrsta sinn að panta ljósmyndir eftir stafrænu myndunum okkar. Ég valdi 35 myndir úr hrúgunni (sem telur meira en 1000 ef ekki 2000 myndir núna) og sendi inn á ofoto.com, sem er víst Kodak dæmi, og fékk 15 myndir ókeypis gegn því að skrá mig. Nú bíð ég bara spennt!!! 🙂