Miðvikudagur 5. desember
Obladí, oblada… life goes on – yaah!
Fór í “second exam” í dag í “Wireless Communications” kúrsinum mínum. Hef ekki hugmynd um hvernig mér gekk frekar en venjulega. Þetta einkunnakerfi hérna er alveg að gera mig gráhærða!! (Ef þér gengur vel og öllum öðrum illa (mjög ólíklegt) þá er það “frábært”, ef þér gengur vel og öllum öðrum líka þá er það svona “lala”, ef þér gengur vel og öllum öðrum betur þá er það “slæmt”, ef þér gengur illa en öllum öðrum gengur frábærlega þá er það “hroðalegt”!) Það er hins vegar gott að þetta er búið – núna erum við enn nær því að fara heim – jibbíí! 🙂
Verkefni númer tvö í dag var að hjálpa Augusto að sýna tölvuleikinn sinn. Við Kerri sátum við tölvunar okkar (mín var sko server!) og skutum hvora aðra, bróður Augusto og eitthvert saklaust fórnarlamb í tætlur í þremur víddum á meðan Augusto kynnti leikinn einhvers staðar á kampus á stórum skjá. Niðurstaðan var sú að hann lenti í 3. sæti sem hann var nokkuð ánægður með – og hann fékk tölvuleik að launum! Ég ætla að spyrja hann hvort ég megi setja upp slóð á leikinn því hann er þokkalega fjörugur í múltíplayer.
Annars endaði ég daginn á því að setja upp myndasíðu með “aðsendum myndum” – mest megnis fyrir sjálfa mig! (Stundum saknar maður fjölskyldunnar!) En þið megið líka kíkja… 🙂