2001-12-10Uncategorized Standard
Sunnudagur 9. desember
Gestir og gangandi
Eftir spilakvöldið mikla vaknaði ég alveg hundónýt. Skreið niður í skóla til að ná í EE264 dótið mitt til að byrja að læra fyrir prófið á morgun og skreið síðan heim og lagði mig. Náði að læra eitthvað en um tíu um kvöldið bönkuðu Vala og Óliver upp á hjá okkur. Þau voru á leiðinni á AGU ofur-ráðstefnuna í San Fran og ákváðu að stoppa hjá okkur í leiðinni. Við vorum við þeim búin og serveruðum vínber, cambembert og jarðaberjasultu ásamt nammi úr Sólvangi. Þau lögðu af stað áleiðis til San Fran um miðnætti – og vonandi náum við að sjá þau aftur áður en við förum heim á föstudaginn! 🙂