Þriðjudagur 11. desember
Kvöl og rafsegulpína
Ég man alveg greinilega eftir því þegar ég lærði undir rafsegulfræðiprófið í HÍ að ég hafði 5 daga til þess, og það dugði í raun og veru ekki… Nú er ég aftur að fara í rafsegulfræðipróf og ég er búin að vera að læra (með mýgrút af hléum) síðan um tvö í dag. Og núna er klukkan 23, ég er komin á heimadæmi 6 af 8, á eftir að fara yfir öll gömlu prófin og prófið sjálft er á morgun klukkan 08:30 sem þýðir að ég verð að vakna fyrir sjö (!!!) og taka lestina og það verður sko ekkert lært í fyrramálið. Má samt ekki vera bölsýn!! Damn! Og Finnur er að reyna að klára sitt í vinnunni þannig að ég er ein heima. En lítum á björtu hliðarnar, klukkan 11:30 í fyrramálið er prófið búið og ég get einbeitt mér að síðasta leiðindanu og síðan er það bara óstöðvandi gleði í tæpan mánuð! 🙂