Þriðjudagur 6. nóvember
Nammiát og svefnhöfgi
Við fjárfestum í poka af Snickers fyrir hrekkjavökuna til að gefa einhverjum… En svo kom aldrei neinn (við vorum ekki heima á skikkanlegum tíma – og svo búa ekki nein börn í “complexinu” okkar) þannig að við höfum þurft að borða Snickersið alveg sjálf… Æjiæji greyið við! 🙂 Ég er reyndar búin að gefa smá með mér… en einhvern veginn hefur bróðurparturinn farið beint upp í munninn minn og niður í maga (og á læri og aðra skemmtilega staði)… En ég er nú einu sinni í “weigth-training for women” þannig að ég er nú ekki alveg í mínus! (Hér hristir Finnur hausinn vonleysislega).
Annars var ég næstum sofnuð í tíma í dag. Það gæti verið því að kenna að ég hafi verið 1) þreytt eða 2) að borða of mikið nammi – en allir vita að sykur-“óverdós” er afar svæfandi (eftir að sykursjokkið er liðið hjá)… Verð að muna að 1) sofa meira 2) borða minna nammi. Reyndar var þetta frekar agalegt því ég sat á fremsta bekk en ég held samt að ég hafi ekki sofnað – þó svo að ég geti ekki verið alveg viss. Merkilegt hvernig maður fattar ekki þegar maður sofnar stundum! Þannig sat ég með Kerri í fyrirlestri fyrir einhverjum vikum og hún var alltaf að dotta, þannig að eins og maður gerir þá potaði ég í hana af og til. Eftir pot númer þrjú hvæsti hún á mig að hætta þessu og eftir á kom í ljós að hún taldi sig hafa verið vakandi í hvert einasta skipti sem ég pikkaði í hana. Hún var sko ekkert á því að gúttera að maður teljist vera sofandi þegar maður er með lokuð augun…