Föstudagur 16. nóvember
Langþráður draumur verður að veruleika
Við keyptum okkur miða heim um jólin í dag. Reyndar erum við bara búin að kaupa miða rúmlega hálfa leið því við keyptum miða frá Minneapolis til Keflavíkur og til baka. Við leggjum af stað 14. desember og lendum í Keflavík klukkan 07:00 að morgni 15. des. Síðan förum við til baka þann 3. janúar – eða það vona ég því mig grunar að sú flugvél sé all svakalega yfirbókuð!! (Maður getur nefnilega valið sér hvar maður vill sitja í vélinni þegar maður kaupir miðana og það var slatti af sætum laus þann 14. des en ekki eitt einasta þann 3. jan… ahemm!) Nú þurfum við bara að díla við Northwest flugfélagið til að komast til Minneapolis án þess að þurfa að borga neitt. Við eigum nefnilega miða frá því í apríl sem við notuðum aldrei og okkur var sagt að þeir giltu í ár. Nú er að komast að því hvort þeir hjá Northwest standa við sitt…
Svo er saumó í kvöld! Jibbíí!! 🙂
Saumófréttir
Soffía og Ágúst eru búin að eignast barn númer sex. Þeim fæddist drengur föstudaginn 16. nóvember sem hefur verið nefndur Ágúst Bjarki. Til hamingju með það!! 🙂