Fimmtudagur 25. október
Dagbókarstúss
Nú er ég búin að vera með móral í viku yfir hvað við höfum eytt litlum tíma í dagbókaruppfærslur þannig að dagurinn í dag hefur verið dagbókar-blogger-dagur. Já, ég setti upp FTP-þjón á vélinni minni og er búin að dunda mér við að endursegja undanfarna daga sem hafa verið óvenju tíðindamiklir en ekki mjög myndríkir. Ég vona að einhver hafi gaman að… þið megið meiri að segja skrifa um ánægju ykkar í gestabókinni! 🙂
Mánudagur 22. október
“You put the lime in the coconut”…
Hann Prof. Anthony Fraser-Smith á það til að koma með alls konar góðgæti til okkar Kerriar (því við erum í svo miklu uppáhaldi hjá honum) og þegar ég kom úr rafsegulfræðitíma í dag hafði hann skilið kókóshnetu eftir á borðinu hennar Kerriar. Kerri stóð upp og sýndi mér kókóshnetuna og benti mér sérstaklega á “augun” þar sem maður á að bora til að ná safanum úr henni. Hún rétti mér þvínæst kókóshnetuna og ég grítti henni samstundis í gólfið á skrifstofunni okkar. Ekki spyrja mig af hverju…
Örstuttu síðar hafði myndast sæmilega stór pollur umhverfis kókóshnetuna enda hafði hún ekki staðist áreksturinn við gólfið. Hvað um það… við gripum bolla og helltum restinni af safanum sem var ennþá inni í hnetunni í hann. Síðan greip ég svitastorkinn hjólastuttermabol sem ég hafði gleymt að fara með heim og þurrkaði upp það sem ég gat af teppinu. Við átum síðan kókóshnetukjöt í hádegismat og það var bara alveg ágætt. 🙂
Sunnudagur 21. október
Kvalir og flutningar
Fór og hitti “kvalagrúppuna” mína klukkan 10 um morguninn – en ég á víst að vera að læra fyrir kvölina sem er í janúar en það gengur nú eitthvað hægt enn sem komið er þökk sé eilífum heimadæmum og þvíumlíku. Svo reyndi ég að læra eitthvað en ég var svo þreytt eftir laugardaginn að ég skreið heim og lagðist í bælið klukkan 16-18… Þá hringdi Finnur og bað mig um að sækja sig í EV – en hann var þar í BBQ hjá Berglindi og Styrmi eftir að hafa hjálpað þeim við að flytja aftur inn á kampus. Þess má geta að þetta er í 3. skiptið á 4 mánuðum sem þau flytja!
Laugardagur 20. október
Geðveikir tónleikar
Loksins loksins rann upp laugardagurinn 20. október!!! Í dag skyldi nefnilega fara á “Bridge School Benefit Concert” sem merkilegt nokk er ekki til styrktar þeim sem lentu í 11. september 2001 heldur til styrktar skóla fyrir fötluð börn. Það vill nefnilega svo til að Neil nokkur Young og kona hans eiga tvo fatlaða syni sem báðir gengu í Bridge School – og þar sem Neil er ótrúlega kúl gæi þá tók hann upp á því fyrir 15 árum að halda góðgerðartónleika fyrir skólann. Í fyrstu voru þetta litlir tónleikar en nú er svo komið að þeir standa í tvo daga og flytendur eru yfirleitt af betri endanum…
Ég ætti kannski að byrja á því að viðurkenna að ég er “ákafur” REM aðdáandi og hef verið undanfarin 10 ár… Nú er svo komið að ég á allar plöturnar þeirra – en aldrei hélt ég að ég ætti eftir að komast á tónleika með þeim… Ég var því ekkert að pæla mikið í því þegar ég las á vefnum “REM spilar á Bridge School tónleikunum í ár“… þangað til ég las lengra og sá “í Shoreline Amphitheater í Mountain View, Kaliforníu!!” sem er einmitt þar sem við eigum heima!! 🙂 Það var því nokkuð ljóst að ég ÆTLAÐI á þessa tónleika – en það tókst ekki betur en svo að ég endaði á því að kaupa miða af öðrum í gegnum netið … á litlar 16þús ísl. krónur stykkið… ahemm… en eins og mamma segir alltaf… “Maður lifir bara einu sinni”!!!! 🙂 Svo fórum við heldur aldrei til Hawaii í haust eins og mig langaði þannig að þetta voru bara sárabætur… hehe
Hvað um það… ég ætla ekki að fara út í smáatriði um hvað gerðist á tónleikunum… eina sem ég vil segja er að þetta voru alveg frábærir tónleikar sem stóðu frá 3 um daginn til miðnættis!! 🙂 Jill Sobule var fyndin – Ben Harper var full alvörugefinn en vinsæll hjá öllum pot-reykjurunum í kringum okkur – Billy Idol var algjör hetja (hoppaði og skoppaði um sviðið fertugur karlinn) – Tracy Chapman er með ÓTRÚLEGA fallega söngrödd – REM … ah REM… ég söng með allan tímann – Dave Matthews var víst stressaður en stóð sig vel og allir elskuðu hann – Pearl Jam eru ekki lengur reiðir en alveg fantagóðir þrátt fyrir það – og Neil Young og Crazy Horse dró fólkið aftur til jarðar með vel völdum lögum. Tónleikarnir enduðu á því að Neil Young og Co. spiluðu (sungu ekki) Imagine eftir John Lennon og allur áhorfendaskarinn söng með textanum sem var varpað á stóran skjá. Á meðan stóðu allir tónlistarmenn dagsins á sviðinu og sungu með en ekki í hátalarakerfið. Það var nokkuð massíft sérstaklega eftir það sem er búið að vera í gangi undanfarið.
Allt í allt frábær upplifun! 🙂
Hér eru síðan nokkrir linkar á aðrar umfjallanir um tónleikana:
Hyperrust – Murmurs.com – E!online –
Föstudagur 19. október
Vefsíðuflutningarnir miklu
Ekkert mikið gerðist svo sem… var búin með heimadæmin daginn áður (sem er afar óvenjulegt) þannig að dagurinn fór í að færa vefsíðuna mína af Stanford heimasvæðinu yfir á tölvuna mína í skólanum. Heimasíðan mín er sem sagt núna á http://radio-blonde.stanford.edu og dagbókin er komin undir http://radio-blonde.stanford.edu/dagbok. Gamlir linkar eiga samt að duga á gömlu síðuna… vona ég! Þetta voru nauðsynlegir flutningar því ég var komin 10MB yfir minn 50MB kvóta hjá Stanford og því ljóst að þetta myndi ekki ganga mikið lengur. Ég setti því upp Apache vefþjón upp á vélinni minni og ég verð bara að segja að það gekk alveg ótrúlega vel!! Vei fyrir Apache!! 🙂
Saumó hjá Berglindi
Hún Berglind hélt saumaklúbb um kvöldið sem var algjört “hit”… Frábær matur að venju og mikið spjallað og spekúlerað. Mest kom mér þó á óvart hvað ég var glöð að hitta fólk sem ég þurfti ekki að tyggja nafnið mitt ofan í … Venjulega gengur þetta svona:
Ég: “Hi! My name is Hrefna”…
Úgglendingur: “Krebbna?”…
Ég: “No,… Rebbna”…
Úgglendingur: “Shrebbna?”…
Ég: “uhh.. whatever.. Just call me Blondie!”
En sem sagt – í klúbbinn komu þjár nýjar Au-pair og svo vinkona Kristínar Frigeirsdóttur þannig að það var nóg af fólki! 🙂
Takk fyrir klúbbinn Berglind! 🙂
Dagbók #2 (Fimmtudagur 25. október)
Ahhh… mikið var!! Eftir mikið jaml japl fuður og fuml þá er hérna mætt dagbók #2 (!!!) sem á að vera svona aukadagbók þar til að við náum að hysja upp um okkur buxurnar með dagbók #1 sem er með allar myndirnar og er voða skipulögð og svona. Ekki veit ég hvað þessi dagbók verður aktív.. en það verður bara að koma í ljós… amk getur hún ekki orðið mikið van-aktívari en blogg-dagbók Hollu og Óla.. .hehe… 😉
Mitt fyrsta verk verður að púnkta niður atburði liðinnar viku… á meðan að ég man þá… og svo reyni ég kannski að ganga almennilega frá þessum bloggi… eins og breyta dagaheitum og gera þetta “næs”.
Testing… testing… one… two.. testing testing…
ííííííííííí!!!!! úppss… virkar ekki!! öhhh… dömm uuhh…
Archives
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- February 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
- April 2012
- March 2012
- February 2012
- January 2012
- December 2011
- November 2011
- October 2011
- September 2011
- August 2011
- July 2011
- June 2011
- May 2011
- April 2011
- March 2011
- February 2011
- January 2011
- December 2010
- November 2010
- October 2010
- September 2010
- August 2010
- July 2010
- June 2010
- May 2010
- April 2010
- March 2010
- February 2010
- January 2010
- December 2009
- November 2009
- October 2009
- September 2009
- August 2009
- July 2009
- June 2009
- May 2009
- April 2009
- March 2009
- February 2009
- January 2009
- December 2008
- November 2008
- October 2008
- September 2008
- August 2008
- July 2008
- June 2008
- May 2008
- April 2008
- March 2008
- February 2008
- January 2008
- December 2007
- November 2007
- October 2007
- September 2007
- August 2007
- July 2007
- June 2007
- May 2007
- April 2007
- March 2007
- February 2007
- January 2007
- December 2006
- November 2006
- October 2006
- September 2006
- August 2006
- July 2006
- June 2006
- May 2006
- April 2006
- March 2006
- February 2006
- January 2006
- December 2005
- November 2005
- October 2005
- September 2005
- August 2005
- July 2005
- June 2005
- May 2005
- April 2005
- March 2005
- February 2005
- January 2005
- December 2004
- November 2004
- October 2004
- September 2004
- August 2004
- July 2004
- June 2004
- May 2004
- April 2004
- March 2004
- February 2004
- January 2004
- December 2003
- November 2003
- October 2003
- September 2003
- August 2003
- July 2003
- June 2003
- May 2003
- April 2003
- March 2003
- February 2003
- January 2003
- December 2002
- November 2002
- October 2002
- September 2002
- August 2002
- July 2002
- June 2002
- May 2002
- April 2002
- March 2002
- February 2002
- January 2002
- December 2001
- November 2001
- October 2001
Categories
- Akureyri
- Anna
- Belgium
- Birthday
- Bjarki
- Canada
- Christmas
- Concert
- Confirmation
- Denmark
- Easter
- Emma
- Events
- Families
- Family
- FFF
- Finland
- Finnur's family
- France
- Friends
- Germany
- Graduation
- Guitar
- gymnastics
- Hiking
- Holland
- Hrefna
- Hrefna's family
- Iceland
- Ireland
- Italy
- Laugarvatn
- New Year's Eve
- Píanó
- snow
- Sweden
- Tenerife
- Thanksgiving
- Traveling
- UK
- Uncategorized
- Uppskriftir
- Us
- USA
- Visitors
- Weather